Fótbolti

Rúmlega 1000 miðar seldust í gær

Miðar á leikinn gegn Sviss á mánudaginn ruku út eftir jafnteflið gegn Frakklandi í Guingamp í gær.

Stúkurnar á Laugardalsvelli verða væntanlega þétt setnar á mánudaginn. Fréttablaðið/Anton

Miðasala á leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á mánudaginn tók kipp þegar íslenska liðið gerði 2-2 jafntefli við frönsku heimsmeistarana í gær.

Samkvæmt Twitter-síðu KSÍ seldust rúmlega 1000 miðar á leikinn gegn Sviss í gær. 

Mark Birkis Bjarnasonar á 31. mínútu í leiknum í Guingamp kveikti heldur betur í landanum en eftir það seldust 700 miðar á leikinn gegn Sviss.

Miðasala á leikinn gegn Sviss fór hægt af stað en úrslitin og frammistaðan gegn Frakklandi hefur vakið áhuga þjóðarinnar að nýju.

Ísland er án stiga eftir fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni og svo gott sem fallið úr A-deild hennar. Seinni tveir leikirnir í keppninni skipta samt máli upp á styrkleikaröðun í undankeppni EM 2020.

Kaupa má miða á leikinn á tix.is, eða með því að smella hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Frakkar ­heppnir að ná jafn­tefli gegn Strákunum okkar

Fótbolti

„Ég hef trú á að við getum unnið Sviss“

Sport

Gylfi Þór: Bæði lið að spila á 80 prósentum

Auglýsing

Nýjast

Minnast Gordon Banks með sérstakri treyju gegn Aston Villa

Nálægt því að komast í úrslit

Chelsea fer til Úkraínu: Arsenal mætir Rennes

Leik­maður Leeds söng með stuðnings­mönnum Mal­mö

Sonur Holyfield reynir að komast í NFL-deildina

Rabiot rak mömmu sína

Auglýsing