Gylfi gaf ekki kost á sér í fyrstu leiki landsliðsins í undankeppni HM 2022 í vor enda átti eiginkona hans, Alexandra Helga Ívarsdóttir, von á barni stuttu eftir leikina.

Það eru rétt rúmar sex vikur í næsta leik karlalandsliðs Íslands gegn Rúmeníu á heimavelli. Síðast þegar liðin mættust skoraði Gylfi bæði mörk Íslands í 2-1 sigri.

Það verður fyrsti leikur Íslands af þremur í fyrsta landsleikjaglugga haustsins. Ísland leikur svo tvo leiki í október og tvo í nóvember.

Alls hefur Gylfi leikið 78 leiki og skorað 25 mörk. Honum vantar eitt mark til að jafna markamet karlalandsliðsins sem er í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar.