Rory McIlroy, einn besti kylfingur Evrópu, vill ekki sjá kylfinga sem stukku frá borði á PGA-mótaröðinni yfir til LIV meðal þátttakenda í Ryder bikarnum á næsta ári.

Ryder keppnin fer fram á tveggja ára fresti og er liðakeppni á milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Á dögunum var Henrik Stenson skipt út sem fyrirliða hjá evrópska liðinu eftir að hafa samþykkt tilboð frá LIV-mótaröðinni.

Luke Donald sem tók við fyrirliðahlutverkinu ekki myndað sér skoðun á því hvort að kylfingar af LIV eigi að fá þátttökurétt.

„Ég hef sagt það áður og endurtek það. Að mínu mati eiga þessir kylfingar ekki að koma nálægt Ryder-bikarnum.“

Sergio Garcia er einn þeirra sem skiptu um mótaröð en hann er einn sigursælasti kylfingur Evrópu frá upphafi í Ryder bikarnum.