Tiger Woods sló á létta strengi á upphitunardeginum fyrir Genesis-mótið sem hefst í dag þegar hann skoraði á Rory McIlroy að slá inn á flötina þegar hann hélt í fánann.

Tiger er titlaður gestgjafi mótsins og sýndi á sér létta hlið með Rory.

Norður-Írinn var 160 jördum frá holunni þegar hann sló inn á flötina og beið eftir því að Tiger myndi ganga af flötinni áður en hann sló þegar Tiger reyndi að fá hann til þess.

Boltinn lenti nokkrum metrum fyrir framan Tiger og rúllaði að fótum Tiger sem haggaðist ekki. Ískaldur.

Myndband frá þessu má sjá hér fyrir neðan.