Wa­yne Roon­ey, ný­ráðinn þjálfari banda­ríska knatt­spyrnu­liðsins D.C. United hefur látið efla öryggis­gæsluna við hús Roon­ey-fjöl­skyldunnar heima í Bret­landi til muna eftir að hann tók að sér starfinu. Roon­ey mun starfa í Banda­ríkjunum á meðan að eigin­kona hans Co­leen, á­samt fjórum sonum þeirra verða eftir í Bret­landi.

Roon­ey hefur á­hyggjur af því að hús fjöl­skyldu þeirra verði skot­mark fyrir glæpa­hópa sem hafa látið greipar sópa á Chesire svæðinu undan­farið. Þar búa margar auðugar fjöl­skyldur, þar með talið Roon­ey-fjöl­skyldan.

The Sun greinir frá þessum mála­vendingum í dag og hefur upp­lýsingar sínar eftir heimildar­manni sem þekkir vel til Roon­ey-fjöl­skyldunnar. Sveita­setrið sem fjöl­skyldan býr í er nýtt af nálinni og inni­heldur meðal annars öryggis­her­bergi sem hægt er að læsa sig inn í ef hætta steðjar að.

Öryggis­teymi hefur setrið á vakt hjá sér allan sólar­hringinn og getur verið mætt á svæðið innan nokkurra mínútna frá því að kallið kemur.

Fjöl­skyldan tók sam­eigin­lega á­kvörðun um að fara ekki öll til Banda­ríkjanna með Wa­yne Roon­ey sem spilaði á sínum tíma með D.C. United. Á þeim tíma fór fjöl­skyldan með honum út til Banda­ríkjanna en Co­leen fékk mikla heim­þrá og er það ein aðal á­stæða þess að hún á­samt sonum þeirra hjóna fara ekki með í þetta skiptið.