Coleen Rooney hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að dómari í meiðyrðamáli Rebekuh Vardy gegn henni komst að þeirri niðurstöðu að líklegt sé að umboðsmaður Vardy hafi lekið upplýsingum um einkalíf Rooney-fjölskyldunnar í slúðurblaðið The Sun.

Rooney tætir Vardy í sig í yfirlýsingunni og fordæmir ákvörðun hennar um að fara með málið til dómstóla. Hún segist ánægð með að úrskurðurinn hafi verið sér í vil, Vardy situr nú uppi með milljóna punda málskostnað, peningur sem Rooney segir að hefði betur verið varið í að hjálpa öðrum.

Deilur kvennanna tveggja hafa staðið yfir í langan tíma en Rebekah á­kvað að fara með málið fyrir dóm­stóla eftir að Co­leen á­sakaði hana um að leka upp­lýsingum um einka­líf hennar til breska slúður­miðilsins The Sun. Málið hefur teygt anga sína inn í um­hverfi enska boltans en Rebekah er eigin­kona Jamie Var­dy, fram­herja enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Leicester City.

Co­leen greindi opin­ber­lega frá á­sökunum sínum í Twitter­færslu í októ­ber árið 2019 þar sem hún sagðist hafa haft grun um að Rebekah hafi verið að leka upp­lýsingum um einka­líf sitt til The Sun.

Roon­ey fylgdist náið með Insta­gram reikningi sínum og setti inn efni sem að­eins vinir og vanda­menn fengu að­gang að, þar með talið Rebekah Var­dy. Hún segist smám saman hafa fækkað í þeim hópi sem sá efnið sem hún setti inn þar til að Rebekah Var­dy stóð ein eftir.

,,Bæði fyrir og eftir færslu mína í október árið 2019 hef ég reynt allt sem í mínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að málið myndi enda hjá dómstólum. Allar þær tilraunir mínar voru slegnar af borðinu af Rebekuh Vardy," segir í yfirlýsingu Rooney.

Að mati dómara í málinu verður það að teljast líklegt að Caroline Watt, umboðsmaður Rebekuh Vardy hafi tekið við upplýsingum um einkalíf Rooney fjölskyldunnar og komið þeim áfram/selt þær til The Sun.

,,Sönnunargögnin benda hins vegar skýrmerkilega til þess að Vardy hafi vitað af þessum gjörðum umboðsmannsins. Það sýna meðal annars skilaboð þeirra á milli á samfélagsmiðlinum Instagram," sagði dómarinn sem kvað upp úrskurð sinn í málinu.