Fimmti dagurinn í meið­yrða­máli Rebekuh Var­dy gegn Co­leen Roon­ey fór fram í dag og Roon­ey tók sér stöðu í vitna­stúkunni þar sem að verjanda Var­dy, Hugh Tom­lin­son gafst tæki­færi á að spyrja hana spjörunum úr. Roon­ey sagði meðal annars frá at­vikinu sem full­vissaði hana um að Var­dy væri sú sem hefði lekið upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey-fjöl­skyldunnar í slúður­miðla.

Co­­leen greindi opin­ber­­lega frá á­­sökunum sínum í garð Rebekuh Var­dy Twitter­­færslu í októ­ber árið 2019 þar sem hún sagðist hafa haft grun um að Rebekah hafi verið að leka upp­­­lýsingum um einka­líf sitt til The Sun.

Roon­ey fylgdist náið með Insta­gram reikningi sínum og setti inn efni sem að­eins vinir og vanda­­menn fengu að­­gang að, þar með talið Rebekah Var­­dy. Hún segist smám saman hafa fækkað í þeim hópi sem sá efnið sem hún setti inn þar til að Rebekah Var­­dy stóð ein eftir.

At­vikið sem full­vissaði Roon­ey um að Var­dy væri upp­spretta lekans kom í tengslum við eina gervi­færsluna sem hún setti inn á Insta­gram og tengdist leka í kjallaranum á húsi fjöl­skyldunnar.

,,Það var gervi­færsla, það kom ekki upp leki í kjallaranum hjá okkur," sagði Roon­ey í dóms­sal í morgun en stuttu eftir færsluna setti hún inn aðra færslu sem inni­hélt skila­boð til Rebekuh.

,,Ekki spila leiki með stelpu sem er betri spilari," stóð í skila­boðunum en að­spurð að því af hverju hún hafi á­kveðið að koma þessum skila­boðum á fram­færi sagði Roon­ey: ,,Mér leið eins og ég hefði fundið út hver var á bak­við lekann."