Samkvæmt heimildum Skysports vill Cristiano Ronaldo, framherji Manchester United, fá Luis Enrique, til þess að taka við liðinu af Ole Gunnar Solksjær.

Norðmaðurinn var látinn taka pokann sinn í morgun.

Enrique, sem stýrir nú spænska karlalandsliðinu, er talinn hafa áhuga á starfinu.

Þessi fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona stýrði liðinu til sigurs í spænsku efstu deildinni, konungsbikarnum og Meistaradeild Evrópu árið 2015.