Fernando Santos segir að Cristiano Ronaldo verði í hóp portúgalska landsliðsins í úrslitakeppni Þjóðardeildarinnar eftir að hann kom ekki við sögu í riðlakeppninni.

Portúgalska stórstjarnan gaf ekki kost á sér í riðlakeppninni þegar hann kaus að hvílast eftir að hafa verið á HM í sumar og stuttu síðar hann Ronaldo ásakaður um nauðgun.

Ronaldo var kominn aftur í portúgalska landsliðið í undankeppni EM 2020 í mars og mun taka þátt í úrslitum Þjóðardeildarinnar.

Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í byrjun júní í Portúgal þar sem heimamenn mæta Sviss á sama tíma og England mætir Hollandi.