Þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall er engan bilbug að finna á Cristiano Ronaldo og stefnir Portúgalinn á að fara með portúgalska landsliðinu á EM 2024 þegar hann verður 39 ára.

Ronaldo er markahæsti leikmaður heims í landsleikjum karla og var heiðraður af portúgalska knattspyrnusambandinu í tilefni þess.

Margir áttu von á því að lokakeppni HM í Katar sem fer fram í vetur yrði svanasöngur Ronaldo með portúgalska landsliðinu en framherji Manchester United var ekki á þeim buxunum.

„Ég vonast til þess að vera hluti af landsliðinu næstu árin. Það eru ungir leikmenn í liðinu og ég er vongóður um að vera í hópnum fyrir HM og næsta EM líka.“