Cristiano Ronaldo sneri aftur á völlinn í dag í æfingaleik Manchester United gegn Rayo Vallecano. Framtíð hans er þó enn í mikilli óvissu.

Ronaldo lék fyrri hálfeikinn í dag í 1-1 jafntefli. Það vakti mikla athygli að Portúgalinn yfirgaf leikvanginn áður en flautað var til leikloka. Þetta hefur verið töluvert gagnrýnt.

Framtíð Ronaldo hefur verið í óvissu. Hann fór ekki með Man Utd í æfingaferð liðsins í sumar. Ástæður sem hann gaf fyrir því voru fjölslyldutengdar. Margir leyfa sér þó að efast um það og telja að Ronaldo hafi einfaldlega verið að reyna að finna sér nýtt félag.

Ronaldo vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, eitthvað sem Man Utd getur ekki boðið honum upp á eftir að hafa hafnað í sjötta sæti á þeirri síðustu. Sjálfur er leikmaðurinn gríðarlega metnaðarfullur og átti hann ágætis leiktíð í fyrra.

Það virðist þó sem svo að ekkert félag sé tilbúið að taka sénsinn á Ronaldo. Hann gæti því orðið áfram á Old Trafford.

Ronaldo birti færslu á Twitter í gær þar sem hann sagðist glaður að vera kominn til baka, eitthvað sem gæti ýtt undir orðóma um að hann verði áfram hjá Man Utd. Það að keyra í burtu frá Old Trafford áður en flautað var til leiksloka í dag gerir það hins vegar ekki.