Fótbolti

Ronaldo skaut Juventus áfram í Meistaradeildinni

Cristiano Ronaldo var hetja Juventus þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri ítalska félagsins gegn Atletico Madrid á sama tíma og Manchester City slátraði Schalke í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Leikmenn Juventus fagna með Ronaldo í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Cristiano Ronaldo var hetja Juventus þegar hann skoraði þrennu í 3-0 sigri ítalska félagsins gegn Atletico Madrid á sama tíma og Manchester City slátraði Schalke í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Verkefnið var strembið fyrir ítalska stórveldið eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna í Madrídarborg en það skyldi enginn afskrifa Ronaldo og Juventus.

Mark var dæmt af Juventus í upphafi leiks en það háði ekki leikmönnum Juve sem komust yfir í fyrri hálfleik með skallamarki frá Ronaldo. 

Sá portúgalski var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stangaði boltann í netið þrátt fyrir hetjulega tilraun Jan Oblak til að verja. 

Í endursýningunni sást að það munaði aðeins sentímetra að Oblak hefði varið frá Ronaldo.

Það stefndi allt í að það þyrfti framlengingu þegar vítaspyrna var dæmd á Atletico Madrid stuttu fyrir leikslok. Á vítapunktinn steig Ronaldo og skaut Juventus áfram í átta liða úrslitin.

Leikmenn Schalke áttu aldrei möguleika í kvöld. Fréttablaðið/getty

Á sama tíma slátraði Manchester City leiknum gegn Schalke 7-0 og vann einvígið samanlagt 10-2. 

Það var ljóst að þetta yrði erfitt fyrir Schalke sem er að berjast í neðri hluta þýsku deildarinnar en það áttu ekki margir von á annarri eins slátrun.

Sergio Aguero skoraði tvívegis, Leroy Sane eitt og Raheem Sterling eitt í fyrri hálfleik áður en Bernando Silva, Gabriel Jesus og Phil Foden bættu við mörkum í þeim síðari.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing

Nýjast

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Auglýsing