Samkvæmt frétt staðarmiðilsins Manchester Evening News er Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, ósáttur með launalækkun í samningi Portúgalans sem tók gildi þegar liðinu mistókst að landa sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. 

Laun allra leikmanna lækkuðu um 25% þar sem Man Utd missti af Meistaradeildarsæti. Sjálfur átti Ronaldo flott tímabil en lið hans olli vonbrigðum of hafnaði í sjötta sæti.

Ronaldo sneri aftur til Man Utd í fyrra, tólf árum eftir að hann yfirgaf félagið fyrir Real Madrid. Hann þénaði 480 þúsund pund á fyrsta ári sínu eftir endurkomuna en með 25% lækkuninni eru laun hans nú 360 þúsund pund á viku.

Ronaldo er sterklega orðaður frá Man Utd um þessar mundir og ku þetta vera stóð ástæða fyrir því.