Cristiano Ronaldo skoraði tvö marka Portúgals í 3-0 sigri liðsins gegn Ungverjalandi á Evrópumótinu í fótbolta karla í dag.

Ronaldo er þar af leiðandi orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu lokakeppna Evrópumótsins.

Portúgalski framherjinn hrifsaði metið af franska landsliðsmanninum fyrrverandi Michael Platini. Ronaldo hefur nú skorað 11 mörk í þeim fimm lokakeppnunum sem hann hefur tekið þátt í.

Metið yfir flesta leiki í loka­keppni Evrópu­mótsins og flestar mínútur er þegar í eigu Ron­aldo.

Hann var fyrir marka­hæsti leik­maðurinn í sögu undan­keppninnar fyrir Evrópu­mótið með 31 mark og um leið marka­hæsti leik­maðurinn ef undan­keppnin og loka­keppnin eru teknar saman.

Ron­aldo var fljótur að láta til sín taka á fyrsta stór­móti sínu með Portúgal á Evrópu­mótinu í heima­landinu árið 2004 þar sem hann skoraði tvö mörk og var valinn í úr­vals­lið mótsins.

Hann hefur skorað á öllum fimm Evrópu­mótunum sem hann hefur spilað á en Portúgal sem hefur titil að verja í sumar.