Stórstjarna Juventus, Cristiano Ronaldo, var lítið skemmt yfir aðdáanda sínum sem stökk á hann eftir að leik liðsins og Bayer Leverkausen lauk til að fá eina sjálfu með goðinu.

Ronaldo brá eðlilega mjög mikið enda kom aðdáandinn aftan á hann og ríghélt í kappann svo portúgalinn fann fyrir eymslum. Var hann allt annað en kátur með aðdáanda sinn og spurði einfaldlega hvort hann væri eitthvað brjálaður.

Ronaldo er þó kurteis að eðlisfari og hefur oftar en ekki rekið öryggisgæsluna frá á meðan myndin er tekin áður en aðdáandinn er tekinn. Spurning hvort Portúgalinn taki vel á móti þeim næsta sem stekkur í óleyfi inn á völlinn til að stoppa knattspyrnuleik til að fá sjálfu.

Þess má geta að Ronaldo skoraði sitt 128. mark í Meistaradeildinni í gær en hann hefur nú skorað 14 mörkum meira en Lionel Messi sem er næstmarkahæstur í sögu Meistaradeildarinnar.

Aðdáandi sem fékk mynd af sér í gær.
Þessi komst ekki alveg alla leið í gær. Munaði þó litlu.
Í landsleik Portúgal fyrir skömmu fékk einn góða sjálfu.
Þessi líka.
Það kom ekkert annað til greina en að smella af með litla guttanum.
Í Manchester endurkomunni var einn snúinn niður sem Ronaldo fékk í áttina á sig.
Þessi komst alla leið að goðinu en fékk þó ekki mynd.