Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fer fram á að Leslie Mark Stovall, lögfræðingur Kathryn Mayorga, greiði honum 626 þúsund bandaríkjadali eftir að hann sóttist eftir fleiri milljónum dala frá Portúgalanum í nauðgunarkæru gegn honum.

Mayorga hafði sakað Ronaldo um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í Las Vegas árið 2009 en málið var fellt niður nýlega. Hún kærði leikmanninn árið 2018 og sóttist eftir 25 milljónum dala í miskabætur, auk lögfræðigreiðslna til Stovall.

Stovall er sakaður um að misnota stolin gögn og gögnum sem hafði verið lekið, máli sínu til stuðnings. Lögmanninum er gert að svara fyrir sig fyrir 8. júlí næstkomandi.

Lögfræðingar Ronaldo telja að Stovall hafi ítrekað beygt reglurnar í málinu gegn Ronaldo og að hann eigi persónulega að greiða tilfallandi kostnað nú þegar málinu er lokið.

Ronaldo er leikmaður Manchester United á Englandi. Hann sneri aftur síðasta sumar, tólf árum eftir að hann yfirgaf Old Trafford fyrir Real Madrid.