Cristiano Ron­aldo er fyrsti karl­maðurinn í sögunni til að skora á fimm Heims­meistara­mótum. Ron­aldo skoraði eitt mark í 3-2 sigri Portúgals á Ghana á fimmtu­dag. Sögu­bækurnar og Ron­aldo ná vel saman en þessi magnaði í­þrótta­maður hefur í mörg ár skrifað sig á spjöld sögunnar.

Ron­aldo fagnar 38 ára af­mæli sínu í febrúar en hann er nú án fé­lags eftir að samningi hans við Manchester United var rift. Ron­aldo spilaði á sínu fyrsta heims­meistara­móti árið 2006 og nú 16 árum síðar er hann enn í fullu fjöri.Ron­aldo skoraði á sínu fimmta Heims­meistara­móti með marki úr víta­spyrnu.

Hann er komin í hóp með Marta frá Brasilíu og Christine Sinclair frá Kanada sem báðar hafa skorað á fimm Heims­meistara­mótum.Ron­aldo hefur hins vegar ekkert raðað inn mörkum á þessum mótum ef litið er á heildina því í 18 leikjum eru mörkin nú átta. Þar á meðal er þrenna gegn Spáni á Heims­meistara­mótinu í Rúss­landi árið 2018. Ron­aldo skoraði fjögur mörk í heildina á því móti en árin 2006, 2010 og 2014 hafði Ron­aldo bara skorað eitt mark á hverju móti.

Ron­aldo rifti samningi sínum við Manchester United tveimur dögum fyrir leikinn gegn Ghana en hann hafði fengið nóg af fé­laginu og vildi burt. Hann þarf því að sanna á­gæti sitt á þessu móti til að minna stærstu fé­lög Evrópu á að enn sé nóg eftir á tankinum hjá þessum full­orðna knatt­spyrnu­manni. Ron­aldo hefur á ferli sínum oft verið bestur með bakið upp við vegg og byrjar með látum á stór­mótinu í Katar.

Christine Sinclair
Fréttablaðið/GettyImages
Marta
Fréttablaðið/GettyImages