Portúgalski vef­miðilinn Record segist hafa heimildir fyrir því að Cristiano Ron­aldo, stjörnu­leik­maður portúgalska lands­liðsins í knatt­spyrnu hafi hótað að yfir­gefa her­búðir liðsins í Katar eftir að hafa verið tekinn úr byrjunar­liðinu fyrir leik liðsins í 16-liða úr­slitum HM gegn Sviss.

Portúgalska knattspyrnusambandið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem sambandið þvertekur fyrir þessar sögusagnir, Ronaldo hafi engum hótað.

Það er Daily Mail sem vitnar í Record sem segist hafa heimildir fyrir því að Ron­aldo hafi, skiljan­lega, verið mjög ó­á­nægður með að hafa verið tekinn úr byrjunar­liðinu en inn á í hans stað kom Gon­ca­lo Ramos, 21 árs gamall sóknar­maður Ben­fi­ca sem gerði sér lítið fyrir og lagði grunninn að sigri Portúgal gegn Sviss með þremur mörkum og einni stoð­sendingu.

Record segir Ron­aldo hafa fundað með Fernando Santos, lands­liðs­þjálfara Portúgal þar sem sá fyrr­nefndi á að hafa hótað að pakka í töskur og yfir­gefa her­búðir liðsins á HM eftir leikinn gegn Sviss.

Ron­aldo kom inn á sem vara­maður og spilaði síðasta stundar­fjórðunginn gegn Sviss þar sem Portúgal tryggði sér sæti í 8-liða úr­slitum HM í Katar.

Record segir fundinn milli Ron­aldo og Santos hafa verið hita­fund en að á lokum hafi skilningur á stöðunni náðst þeirra á milli. Ron­aldo hafi áttað sig á mikil­vægi þess að vera ekki að rugga bátnum of mikið á þessari stundu í lands­liði Portúgals þar sem stöðug­leiki er lykil­at­riði núna.

Honum hafi á endanum snúist hugur en Portúgal á fram undan leik gegn Marokkó í 8-liða úr­slitum HM í Katar.

Frétt uppfærð klukkan 12:37 með upplýsingum úr yfirlýsingu portúgalska knattspyrnusambandsins.