Chris Wheeler, blaða­maður og pistla­höfundur hjá Daily Mail segir að í að­draganda brott­hvarfs síns frá Manchester United, hafi leik­maðurinn brotið allar þær reglur sem fyrir­finnast í reglu­bókinni. Niður­staðan hafi verið sú að leik­maðurinn hafi fengið það sem hann hefur viljað yfir lengri tíma, ástar­sam­band Manchester United og Ron­aldo endaði með erfiðum skilnaði.

,,Frá því að Ron­aldo tók í höndina á Pi­ers Morgan eftir við­talið vissu báðir menn að tíma hans hjá Manchester United væri lokið," skrifar Chris Wheeler í pistli sem birtist á vef Daily Mail.

Ron­aldo hafi reynt allt hvað hann gat fram að þessu til þess að reyna koma sér frá fé­laginu. Meðal annars neitað að koma inn á sem vara­maður í leik Manchester United og Totten­ham.

,,Þegar að það brást og Erik ten Hag á­kvað að taka hann aftur inn í leik­manna­hóp liðsins á­kvað Ron­aldo að taka þetta skrefi lengra.

Um­mæli hans um fé­lagið, Glazer-fjöl­skylduna, Ten Hag og hans eigin liðs­fé­laga varð til þess að hann braut hverja einustu reglu í bókinni og skildi for­ráða­menn Manchester United eftir með að­eins einn kost."

Chris Wheeler segir að enginn leik­maður sé stærri en fé­lagið sem hann spilar fyrir. Í til­felli Ron­aldo og Manchester United geti fyrrum leik­menn fé­lagsins David Beck­ham, Roy Kea­ne og Ruud van Nist­el­rooy allir borið vitni um það.

,,Nú hefur ástar­sam­band Manchester United og goð­sagna­kenndu 'sjöu' þeirra endað með frekar erfiðum skilnaði. Þetta er það sem leik­maðurinn og um­boðs­maður hans, Jor­ge Mendes hafa ýtt á að gerist síðan í sumar. Það verður ekki grátið yfir brott­hvarfi Ron­aldo á Old Traf­ford."