Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

Cristiano Ronaldo er orðinn leikmaður Juventus. Hann var öruggur með sig á blaðamannafundi hjá ítalska liðinu í dag og sagðist eiga nóg eftir.

Fjöldi fólks mætti til að berja portúgalska goðið augum. Fréttablaðið/Getty

Cristiano Ronaldo var kynntur sem leikmaður Juventus í dag. Ítölsku meistararnir keyptu Portúgalann frá Real Madrid fyrir um 100 milljónir punda. Hinn 33 ára gamli Ronaldo skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus.

Ronaldo fór í læknisskoðun hjá Juventus í dag og hitti leikmenn og starfsmenn félagsins. Hann sat svo fyrir svörum á blaðamannafundi. Þar sagðist hann vera stoltur að fara til félags eins og Juventus á þessum aldri.

„Mér líður vel að öllu leyti. Þess vegna kom ég hingað. Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína, með fullri virðingu, svo það er mikilvægt að koma í svona frábært félag á þessum tímapunkti á mínum ferli,“ sagði Ronaldo kokhraustur.

Juventus hefur orðið ítalskur meistari sjö ár í röð og unnið ítölsku bikarkeppnina fjögur ár í röð. Gamla konan frá Tórínó hefur hins vegar ekki unnið Meistaradeild Evrópu síðan 1996. Forráðamenn Juventus vonast til að Ronaldo hjálpi til við að binda endi á þá bið.

„Ég veit að Meistaradeildin er titill sem öll félög vilja vinna. Við vitum að keppnin verður hörð en við verðum að vera einbeittir. Vonandi get ég hjálpað Juventus að vinna Meistaradeildina,“ sagði Ronaldo sem hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á sínum ferli; einu sinni með Manchester United og fjórum sinnum með Real Madrid.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ungur íslenskur þjálfari mun aðstoða Heimi

Fótbolti

Heimir staðfestur sem þjálfari Al Arabi

Fótbolti

Helgi gæti verið að taka við Liechtenstein

Auglýsing

Nýjast

Joe Gomez skrifar undir langan samning

Sameinast gegn notkun á ólöglegum efnum

Telur andleg veikindi aftra sér í leit að liði

Fjármálaráðherra mætir laskaður inn í vinnuvikuna

Chelsea tókst að temja Manchester City á Brúnni

Salah sýndi sitt rétta andlit

Auglýsing