Helgi Seljan, blaða­maður á Stundinni, settist í settið í Í­þrótta­vikunni með Benna Bó, sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dögum. Þar var einnig Hörður Snævar Jóns­son, í­þrótta­stjóri Torgs.

Cristiano Ron­aldo var þar til um­ræðu. Hann er lík­lega á leið til Al-Nassr í Sádi-Arabíu og myndi þar verða launa­hæsti í­þrótta­maður heims.

„Ég get skilið hann mæta­vel, að detta á 38. aldurs­ár, að verða launa­hæsti í­þrótta­maður í heimi. Það er ein­hver egótaug sem honum finnst gaman að kitla. Eins og við sáum í vikunni þegar hann reyndi að ræna marki af liðs­fé­laga sínum þá er honum ná­kvæm­lega sama um allt nema sjálfan sig,“ segir Hörður og vitnar í at­vik þar sem Ron­aldo reyndi að eigna sér mark Bruno Fernandes í leik Portúgala á HM í Katar.

„Ef hann gæti fengið fjóra milljarða að láni gæti hann stað­greitt lands­spítalann,“ segir Hörður og bendir á hvað Ron­aldo gæti gert fyrir peninginn.

„Hann er alltaf að pæla í metum. Hann vantar ekkert,“ segir Helgi.

„Ég held að það hjálpi honum að Lionel Messi ætli að taka ekki ó­svipað skref til Banda­ríkjanna,“ segir Hörður að lokum.