Cristiano Ronaldo braut ísinn með Juventus og skoraði tvívegis í 2-1 sigri á Sassaulo á heimavelli í dag.

Eru þetta fyrstu mörk hans fyrir félagið í opinberum leik eftir vistaskipti frá Real Madrid í sumar.

Voru miklar væntingar gerðar til hans en hann átti enn eftir að skora eftir þrjár umferðir í deildinni.

Skoraði hann af stuttu færi eftir hornspyrnu og bætti svo við eftir öfluga skyndisókn um miðbik seinni hálfleiks.

Sassuolo minnkaði muninn og var Douglast Costa vikið af velli stuttu fyrir leikslok en meistarnir héldu út á lokamínútum leiksins.