Fótbolti

Ronaldo búinn að brjóta ísinn á Ítalíu

Cristiano Ronaldo braut ísinn með Juventus og skoraði tvívegis í 2-1 sigri á Sassaulo á heimavelli í dag.

Ronaldo fagnar öðru marki sinna í dag. Fréttablaðið/Getty

Cristiano Ronaldo braut ísinn með Juventus og skoraði tvívegis í 2-1 sigri á Sassaulo á heimavelli í dag.

Eru þetta fyrstu mörk hans fyrir félagið í opinberum leik eftir vistaskipti frá Real Madrid í sumar.

Voru miklar væntingar gerðar til hans en hann átti enn eftir að skora eftir þrjár umferðir í deildinni.

Skoraði hann af stuttu færi eftir hornspyrnu og bætti svo við eftir öfluga skyndisókn um miðbik seinni hálfleiks.

Sassuolo minnkaði muninn og var Douglast Costa vikið af velli stuttu fyrir leikslok en meistarnir héldu út á lokamínútum leiksins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing