Fótbolti

Ronaldo búinn að brjóta ísinn á Ítalíu

Cristiano Ronaldo braut ísinn með Juventus og skoraði tvívegis í 2-1 sigri á Sassaulo á heimavelli í dag.

Ronaldo fagnar öðru marki sinna í dag. Fréttablaðið/Getty

Cristiano Ronaldo braut ísinn með Juventus og skoraði tvívegis í 2-1 sigri á Sassaulo á heimavelli í dag.

Eru þetta fyrstu mörk hans fyrir félagið í opinberum leik eftir vistaskipti frá Real Madrid í sumar.

Voru miklar væntingar gerðar til hans en hann átti enn eftir að skora eftir þrjár umferðir í deildinni.

Skoraði hann af stuttu færi eftir hornspyrnu og bætti svo við eftir öfluga skyndisókn um miðbik seinni hálfleiks.

Sassuolo minnkaði muninn og var Douglast Costa vikið af velli stuttu fyrir leikslok en meistarnir héldu út á lokamínútum leiksins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Fótbolti

Svava og Þórdís til Svíþjóðar

Fótbolti

Jákvæð atriði þrátt fyrir tap

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing