Sport

Ronaldo ánægður með ævintýrin á Íslandi

Portúgalski fótboltakappinn Christiano Ronaldo er staddur hér á landi og virðist sáttur með dvölina.

Einn frægasti fótboltakappi heims, Cristiano Ronaldo er staddur á Íslandi og ef marka má Instagram-síðu kærustu hans, Georgina Rodríguez, skelltu þau sér í snjósleðaferð upp á jökul fyrr í dag. Ronaldo deildi sjálfur mynd á eigin Instagram síðu fyrir skemmstu þar sem hann segir einfaldlega, „ótrúlegur dagur.“ Á myndinni má sjá parið í faðmlögum í því sem virðist vera heit laug undir berum himni. 

View this post on Instagram

Amazing day❤️

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on

Á myndum sem barnsmóðir hans deildi fyrr í dag virðast þau skötuhjúin vera stödd uppi á Langjökli og skemmta sér vel. Ronaldo hefur leikið með Real Madrid undanfarin níu ár og hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum á ferlinum, ensku- og spænsku deildina, bikarinn í báðum löndum ásamt því að verða Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016. Ronaldo og Rodríguez eignuðust í nóvember dóttur en fyrir á Ronaldo son.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

David Silva frá í nokkrar vikur

Fótbolti

Heimir: Tilvalið að Íslendingur kæli sætið

Handbolti

Segja Guðjón Val vera búinn að semja við PSG

Auglýsing

Nýjast

Guðrún semur við Djurgården

Ársmiðarnir fyrir undankeppni EM seldust upp strax

Theodór Elmar í viðræðum við lið frá Dubai

Olympiacos rifti samningi Yaya Toure

Anton Sveinn í 16. sæti í undan­úrslitasundinu

Bjarki Már færir sig um set í sumar

Auglýsing