Parið er að vonum himinlifandi með fréttirnar. ,,Það gleður okkur að greina frá því að við eigum von á tvíburum. Hjörtu okkar eru full af ást," skrifar Ronaldo í færslu á Instagram og birtir mynd af sér og Georginu.

Ronaldo og Georgina eiga fyrir eitt barn saman en sjálfur átti Ronaldo þrjú börn áður sem hann átti með staðgöngumóður.

Cristiano yngri er elsta barn Ronaldos, hann er 11 ára gamall. Einnig á hann tvíburana Evu og Mateo sem eru fjögurra ára og saman eiga Ronaldo og Georgina hina þriggja ára gömlu Alönu Martinu.