Fyrrverandi knattspyrnustjarnan Ronaldinho er laus úr prísundinni í Paragvæ en hann hefur dúsað í fangelsi þar í landi eftir að hann var nappaður þar með falsað vegabréf í fórum sínum á dögunum.

Ronaldinho var dæmdur í sex mánaði fangelsi fyrir brot sitt en hefur nú verið sleppt lausum eftir að hafa setið inin í 32 daga. Hann lagði fram tæpar 230 milljónir íslenskra króna í tryggingu til þess að sleppa fyrr út.

Þessi fyrrum sóknrmaður er hins vegar í farbanni og þarf að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði þar sem endanlegur úrskurður í máli hans verður kveðinn upp.

Talið er að Ronaldinho hafi verslað vegabréfið falsaða af aðilum sem eru hluti af víðtækum glæpahring og er því mál Brasilíumannsins hluti af stærra máli.