Robertson hefur fest sig í sessi sem einn af besti vinstri bakvörðum heims undanfarin ár en Liverpool keypti Robertson frá Hull árið 2017.

Skotinn hefur ásamt Trent Alexander-Arnold átt stóran þátt í velgengni Liverpool undanfarin ár og eru bakverðirnir að setja ný viðmið þegar kemur að stoðsendingafjölda hjá bakvörðum í ensku úrvalsdeildinni.

Það var því eitt af forgangsatriðum Jurgen Klopp í sumar að tryggja þjónustu Robertson til framtíðar enda átti Skotinn aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Hann fetar því í fótspor Alisson, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Fabinho sem hafa nýlega skrifað undir nýja samninga við Liverpool.

Þá er félagið í viðræðum við Mohammed Salah um nýjan samning.