Vinstri bakvörðurinn Andy Robertson tognaði aftan í læri þegar Skotland tryggði sér sæti á EM 2022 með sigri gegn Serbíu á föstudagskvöldið síðastliðið.

Robertson var af þeim sökum ekki í leikmannahópi Skota þegar liðið mætti Slóvakíu í Þjóðadeildinni í dag.

Ekki liggur fyrir hvort að Robertson verði orðinn leikfær í tæka tíð fyrir toppslag Liverpool á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla sunnudaginn 22. nóvember.

Fyrir á meiðslalistanum eru Kostas Tsimikas, Virgil van Dijk, Joe Gomez, Fabinho, Thiago Alcantara og Alex Oxlade-Chamberlain.

Þá greindist Mo Salah með kórónaveiruna á föstudaginn var.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er vongóður að Fabinho verði orðinn klár í slaginn í leiknum gegn Leicester City.