Ró­bert Aron Hostert, leik­maður Vals, gerði sér lítið fyrir og spilaði leik liðsins við Flens­burg í Evrópu­deildinni í hand­knatt­leik í fyrra­kvöld með ælu­pest. Að spila gegn þýska stór­veldinu var tæki­færi sem Róbert gat ekki látið fram hjá sér fara og lét hann slag standa.

„Maður vill ekki missa af þessu. Ég gat ekki hugsað mér að vera heima svo ég tók bara dallinn með mér. Þetta er eitt­hvað sem maður mun ekki gleyma,“ segir Róbert í sam­tali við Frétta­blaðið.

Það var kjaft­full höll að Hlíðar­enda á þriðju­dags­kvöld, enda ekki á hverjum degi sem lið á borð við Flens­burg kemur í heim­sókn. Valur þurfti að sætta sig við 32–37 tap en stóð sig með sóma.

„Stemningin var til fyrir­myndar. Ég held að við höfum verið Val og ís­lenskum hand­bolta til sóma. Við erum samt keppnis­menn og vorum pirraðir og svekktir að leiks­lokum, en menn verða að átta sig á því að við vorum ekkert að spila á móti hverjum sem er.“

Leik­menn Vals spiluðu frá­bæran leik en hefðu getað gert enn betur að sögn Róberts.

„Ég held að við hefðum alveg getað gert betur, áttum alveg smá inni. Það var það sem við vorum svekktastir með eftir leik, varnar­lega og á ýmsum köflum.“

Þrátt fyrir tapið er Valur enn í fínum málum í riðli sínum í Evrópu­deildinni. Liðið er í öðru sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir Flens­burg. Sex lið eru alls í riðlinum.

Róbert viður­kennir að það hafi sett strik í reikninginn í undir­búningi sínum fyrir leikinn að vera með ælu­pest.

„Þetta var ekki þessi týpíski undir­búningur. Þessi ælu­pest er að ganga og því miður velur maður ekki hve­nær maður fær þetta. Ég var pirraður yfir því að fá þetta núna en svona er þetta bara.“

Þá hafði pestin ein­hver á­hrif á frammi­stöðu hans einnig, að sögn Róberts.

„Ég var kannski svo­lítið ó­líkur sjálfum mér, eðli­lega. Ég var svo­lítið orku­laus og hélt engu niðri. En ég sagði auð­vitað bara að ég væri klár. Ég fékk bara dallinn á hliðar­línuna með mér.“

Róbert sér þó ekki eftir á­kvörðun sinni, enda upp­lifunin ein­stök.

„Maður hefði alveg verið til í að vera ekki með ælu­pest í þessum leik, það verður að viður­kennast,“ segir veikur en léttur Róbert Aron Hostert að lokum.