Róbet Ísak Jónsson vann í kvöld bronsverðlaun í 200 metra fjórsundi á Evópumótinu í 50 metra laug sem fram fer á Madeira í Portúgal.

Það eru fyrstu verðlaun Íslands á mótinu. Hafnfirðingurinn hjó nærri Íslandsmeti sínu í greininni en Róbert Ísak syndir fyrir SH/Fjörð.

Róbert Ísak hafnaði í fjórða sæti í sundinu en hann synti á tímanum 2:14,85 mínútum.

Sigurvegarinn var Gabriel Bandera á 2:10,92 mínútum en hann kemur frá Brasilíu sem gestakeppandi á mótinu og því er Róbert Ísak bronsverðlaunahafi Evrópumótsins.

Íslandsmet Róberts Ísaks er 2:14,16 mínútir en hann setti það á Evrópumótinu í Dublin árið 2018.

Már Gunnarsson keppti í úrslitum í 100 metrw skriðsundi og hafnaði þar í sjöunda sæti á tímanum 1:04.21 mínútum. Már setti Íslandsmet í greininni fyrr á þessu ári en metið er 1:02,96 mínútur.