Róbert Ísak Jónsson byrjar afar vel á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Finnlandi þessa dagana.

Róbert Ísak syndir í flokki S14, en hann hefur tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn í 200 metra skriðsundi og 100 metra bringusundi í dag. 

Hann synti skriðsundið á tveimur mínútum og 60 hundraðshlutum úr sekúndu. Guðfinnur Karlsson varð í sjötta sæti í brngusundinu.

Þá vann Þórey Ísafold Magnúsdóttir silfurverðlaun í 100 metra bringusundi.