Breski tón­listar­maðurinn Robbie Willi­ams tróð ó­vænt upp í höfuð­stöðvum enska lands­liðsins í Al Wakra í Katar í gær­kvöldi þar sem liðið undir­býr sig nú fyrir komandi stór­leik gegn Frökkum í 8-liða úr­slitum HM í Katar á laugar­daginn.

Frá þessu greinir The Telegraph en Willi­ams var upp­haf­lega staddur í Katar sökum þess að hann heldur tón­leika í Doha Golf Club í kvöld.

Willi­ams er mikill stuðnings­maður enska lands­liðsins og greinir Telegraph frá því að leik­menn enska lands­liðsins hafi verið himin­lifandi með upp­á­komuna ó­væntu í gær­kvöldi.

Söngvarinn fluttu marga af sínum helstu slögurum en Gareth Sout­hgate, lands­liðs­þjálfari Eng­lands er sagður hafa viljað skapa ró­legt og þægi­legt and­rúms­loft í þessu stóra lands­liðs­verk­efni.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þekktur tón­listar­maður treður upp fyrir enska lands­liðið en á meðan á Evrópu­mótinu í knatt­spyrnu stóð í fyrra tróð Ed Sheeran upp fyrir enska lands­liðið.