Breski tónlistarmaðurinn Robbie Williams tróð óvænt upp í höfuðstöðvum enska landsliðsins í Al Wakra í Katar í gærkvöldi þar sem liðið undirbýr sig nú fyrir komandi stórleik gegn Frökkum í 8-liða úrslitum HM í Katar á laugardaginn.
Frá þessu greinir The Telegraph en Williams var upphaflega staddur í Katar sökum þess að hann heldur tónleika í Doha Golf Club í kvöld.
Williams er mikill stuðningsmaður enska landsliðsins og greinir Telegraph frá því að leikmenn enska landsliðsins hafi verið himinlifandi með uppákomuna óvæntu í gærkvöldi.
Söngvarinn fluttu marga af sínum helstu slögurum en Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands er sagður hafa viljað skapa rólegt og þægilegt andrúmsloft í þessu stóra landsliðsverkefni.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þekktur tónlistarmaður treður upp fyrir enska landsliðið en á meðan á Evrópumótinu í knattspyrnu stóð í fyrra tróð Ed Sheeran upp fyrir enska landsliðið.