Fótbolti

Þrjú lið sögð vera með auga­stað á Jóhanni Berg

​Jóhann Berg er eftirsóttur maður ef marka má fjölmiðla Bretlands en talið er að þrjú félög, Newcastle, Leicester City og Southampton, séu öll að íhuga að leggja fram tilboð í íslenska kantmannin í sumar.

Jóhann Berg í leik gegn Manchester City á dögunum en hann bjargaði stigi fyrir Burnley þann daginn Fréttablaðið/Getty

Jóhann Berg Guðmundsson er eftirsóttur maður ef marka má fjölmiðla erlendis en talið er að þrjú félög, Newcastle, Leicester City og Southampton, séu öll að íhuga að leggja fram tilboð í íslenska kantmannin í sumar.

Jóhann sem er á öðru ári sínu hjá Burnley í ensku úrvalsdeildinni á rúmt ár eftir af samningi sínum hjá Burnley en félagið getur framlengt samningnum um eitt ár. 

Jóhann hefur komið að tíu mörkum hjá Burnley í vetur, nú síðast um helgina þegar hann kom að tveimur mörkum liðsins í 3-0 sigri gegn West Ham.

Lagði hann eitt markið upp úr hornspyrnu á kollinn á Chris Wood en síðasta mark leiksins kom eftir að Joe Hart, markvörður West Ham, missti skot Jóhanns fyrir fætur Wood.

Segir frá því í enskum miðlum að Newcastle, Southampton og ensku meistararnir fyrir tveimur árum, Leicester City, séu tilbúin að greiða 20. milljónir punda fyrir Jóhann en honum er ætlað að fylla skarð Riyad Mahrez ef hann yfirgefur Leicester.

Þá er sagt að Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle, sé afar hrifinn af Jóhanni sem og að Dýrlingarnir hafi lengi haft augastað á honum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Enski boltinn

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Fótbolti

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing

Nýjast

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Gunnar niður um eitt sæti á styrk­leika­lista UFC

City og Barcelona að berjast um Saul

Auglýsing