Rétt í þessu var dregið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. 

Þar er margt áhugavert. Stærsti slagurinn er líklegar leikur Manchester City og Bayern Munchen. 

8-liða úrslit
Real Madrid - Chelsea
Inter - Benfica
Manchester City - Bayern Munchen
AC Milan - Napoli

Fyrri leikirnir verða spilaðir 11. og 12. apríl en seinni leikirnir 18. og 19. apríl. 

Einnig var dregið í undanúrslit.

Þar kemur í ljós að eitt af AC Milan, Napoli, Inter og Benfica fer í úrslitaleikinn í Istanbúl í vor. 

Undanúrslit
AC Milan/Napoli - Inter/Benfica
Real Madrid/Chelsea - Manchester City/Bayern