Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, gagnrýnir stjórnendur félagsins harðlega í nýjum þætti á YouTube rás sinni. Hann sakar stjórnendurnar um að leyfa hlutum, sem þarf að takast á við, renna sitt skeið innan félagsins. Hann telur að sumir leikmenn félagsins og umboðsmenn þeirra hafi skapað eitrað andrúmsloft innan félagsins.

,,Ég tel að stærstu mistök Manchester United undanfarin ár er að leyfa ákveðnum leikmönnum og fólki tengdum þeim að vanvirða félagið opinberlega. Þeir ættu að loka hurðinni á slíkt fólk og sjá til þess að það iðrist," sagði Rio í þætti sínum Vibe with five á YouTube.

Hann segir að slík hegðun leikmanna megi ekki viðgangast innan félagsins. ,,Um leið og þú leyfir þessu að gerast einu sinni án þess að viðkomandi leikmaður taki ábyrgð, fara hinir að hugsa 'ó hann komst upp með þetta, þá geri ég slíkt hið sama.' Þú átt að taka á þessu strax, þetta eru mistökin hjá Manchester United, að leyfa þessu að viðgangast."

Samkvæmt fréttum síðustu viku eru allt að sautján leikmenn Manchester United óánægðir hjá félaginu. Rio segist skilja afstöðu sumra leikmannanna.

,,Donny van de Beek, ég skil að hann sé óánægður, en eftir því sem ég best veit er hann ekki að væla út af stöðunni sem upp er komin. Hann heldur áfram að leggja hart að sér og segir umboðsmanni sínum ekki að fara með málið fjölmiðla, hann er ekki þannig karakter. Það sama má segja um Lingard, hann vill bara spila fótbolta."

Hann segir að Manchester United þurfi hins vegar að losa sig við nokkur fúlegg. ,,Það eru leikmenn þarna, fúlegg, sem eru bara á þeirri skoðun að ef þeir spila ekki munu þeir gera lífið erfiðara fyrir alla aðra. Þessa leikmenn á félagið að losa sig við. Þú ferð til knattspyrnustjórans og segir honum að losa sig við þessa leikmenn," sagði Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United í YouTube þættinum Vibe with five sem má horfa á hér fyrir neðan