Úkraínumaðurinn Denys Dubrov sem er ríkjandi meistari í 200 metra sundi með frjálsri aðferð (e. individual medley) í flokki SM8 á Ólympíuleikum fatlaðra lést á dögunum aðeins 33 ára.

Dubrov vann til ellefu verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra, þar af fjögurra gullverðlauna. Þetta var staðfest af Paralympics á dögunum.

Dubrov tók fyrst þátt á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó árið 2016 þar sem hann vann til þriggja gullverðlauna og bætti heimsmetið í 200 metra sundi með frjálsri aðferð í flokki SM10.

Hann fylgdi því eftir með gullverðlaunum í sömu grein í flokki SM08 á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra. Þá vann hann til gullverðlauna á EM fatlaðra fjórum sinnum og tvisvar á HM fatlaðra.

Hann fékk heiðursorðu í Úkraínu eftir afrek sín á Ólympíuleikunum í Ríó og var valinn íþróttamaður ársins (e. Master of Sport) í Úkraínu árið 2020.