Aljamain Sterling, ríkjandi UFC meistari í bantamvigt, hrósaði Gunnari Nelson fyrir sína frammistöðu á UFC bardagakvöldinu í Lundúnum sem fór fram um helgina. Gunnar vann yfirburðarsigur gegn Takashi Sato en þetta var fyrsti bardagi Gunnars í rúm tvö ár.
,,Gunnar Nelson með fallega sýningu á brasilísku Jiu-jitsú. Stjórnun og yfirburðir eftir nánast þriggja ára fjarveru," skrifaði Aljamain Sterling í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum.
Gunnar Nelson showing a beautiful display of BJJ control and domination, after a 3 year lay off. #UFCLondon
— Aljamain Sterling (@funkmasterMMA) March 19, 2022
Aljamain hefur sjálfur unnið 20 bardaga á sínum atvinnumannaferli og tapað þremur, hann mun reyna að verja titil sinn á bardagakvöldi UFC í Jacksonville, Flórída þann 9. apríl næstkomandi.