Sport

Rifjar upp höggið á Ís­landi sem vakti heims­at­hygli

Sam Parsons vakti heimsathygli fyrir björgun sína á Reykjavíkurleikunum í badminton þegar hann sneri baki í mótherjann og sló blindandi í gegnum klofið sitt til að bjarga sér í leik.

Parsons gefur upp í lotu í London á sínum tíma. Fréttablaðið/Getty

Sam Parsons varð skyndilega heimsfrægur eftir ótrúlega björgun á Reykjavíkurleikunum í hniti fyrr í vetur þegar hann bjargaði sér með ótrúlegu skoti í gegnum klofið á sér.

Parsons var að leika gegn Bodhit Joshi í TBR-höllinni og bjargaði sér fyrir horn í er virti tapaðri stöðu með ótrúlegum hætti. Reyndi hann fífildjarft skot blindandi, eitthvað sem tekst eflaust ekki í hundrað tilraunum en tókst þennan daginn.

Tæplega fjögur þúsund manns hafa deilt klippu sem Rúv deildi á Facebook-síðu sinni sem sjá má hér fyrir neðan og rúmlega þúsund manns skrifað athugasemd við skotið en athugasemdirnar koma frá öllum heimshornum.

Parsons var fenginn til að rifja upp þetta skot á heimasíðu Badminton Europe og hann viðurkenndi að hafa haft heppnina með sér.

„Ég hafði aldrei reynt þetta, ekki einu sinni á æfingu. Ég hélt að ég hefði tapað þessu stigi svo að ég stökk bara upp og sló högg í von um það besta. Það kom mér á óvart að ég skuli hafa bjargað þessu eins og sést best á svipnum mínum þegar þessi lota kláraðist.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Fótbolti

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Fótbolti

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Auglýsing

Nýjast

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Auglýsing