Stelpurnar okkar mæta Frakklandi annað Evrópumótið í röð en ásamt Frökkum eru Belgar og Ítalir í D-riðlinum.

Um leið kom í ljós að Ísland leikur leiki sína í Manchester og Rotherham á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar.

Ísland er í riðli með Frakklandi annað stórmótið í röð og erum þar að auki með Ítalíu og Belgíu í riðli.

Kvennalandsliðið hefur unnið allar þjóðirnar sem eru í D-riðli með Íslandi og er Ísland fyrir ofan Belgíu á heimslistanum.

Ísland var í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið var í Manchesterborg í dag en það mátti afar litlu muna að Ísland væri í þriðja styrkleikaflokk.

Það var því alltaf ljóst að Ísland fengi erfiðan riðil en eftir að A-riðillin var úr sögunni geta Stelpurnar okkar fagnað að hafa endað í D-riðli.

B-riðillinn inniheldur þrjú lið sem þykja líkleg til að fara alla leið á mótinu og í C-riðlinum er að finna silfurlið Ólympíuleikanna og ríkjandi Evrópumeistaranna.

Á sama tíma kom í ljós að Austurríki mætir Englandi í opnunarleik mótsins sem fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United.

Riðlarnir á EM:

A riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland

B riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland

C riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland

D riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, Ísland