Í fyrsta sinn verður keppt í deildar­keppni í glímu um helgina þegar Un­bro­ken-deildin í upp­gjafar­glímu fer fram í hús­næði Mjölnis. Móts­stjóri segir í­þrótta­greinina í stöðugum vexti.

Tæp­lega hundrað kepp­endur eru skráðir til leiks þegar fyrsta deildar­keppnin í upp­gjafar­glímu á Ís­landi fer fram um helgina.

„Það er búin að vera mikil spenna í glímu­sam­fé­laginu frá því að við til­kynntum þetta seint á síðasta ári. Maður sá það strax á mætingunni að fólk fór alveg á fullt og það kom mikill keppnis­gír í fólk til að koma sér í stand fyrir fyrstu helgina,“ segir Pétur Marinó Jóns­son hjá Mjölni sem er móts­stjóri Un­bro­ken-deildarinnar.

„Maður heyrir af því sama hjá öðrum klúbbum, að það hafi strax verið mikil spenna fyrir þessu. Það hefur mikill upp­gangur átt sér stað í glímunni síðast­liðin ár og það var þörf á fleiri mótum.“

Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMAFrétta og MMA sérfræðingur.
Fréttablaðið/SigtryggurAri

Upp­gjafar­glíma, eða brasilískt jiu jitsu, gengur út á að ná and­stæðingnum í hengingu eða lás og fá hann til að gefast upp. Ó­líkt hefð­bundnu jiu jitsu eru þátt­tak­endur ekki í búningi. Þetta er því ekki skylt þjóðar­í­þrótt Ís­lendinga, glímu, en Pétur segir Ís­lendinga heillast af á­tökunum.

„Þó að þetta sé gjör­ó­líkt ís­lenskri glímu þá eru þetta átök sem heilla marga. Þetta er svo­lítið eins og að fara í gamnis­lag með tækni og þegar þú ert búinn að prófa þetta og kynnast þessu er þetta á­vana­bindandi, bæði í æfingum og keppnum.“

Fjölbreytt flóra keppenda

Pétur segir að það sé fjöl­breytt flóra af þátt­tak­endum í ár. „Við skiptum þessu upp í byrj­enda­deild og úr­vals­deild eftir reynslu kepp­enda og það er breitt aldurs­bil. Þetta er alveg frá sex­tán ára aldri upp í tæp­lega fimm­tugt.“

Deildar­keppnin fer fram yfir þrjár helgar í vetur og í upp­hafi sumars verður úr­slita­kvöld þar sem von er á er­lendum gestum. Hann viður­kennir að það hafi verið snúið að út­færa deildar­keppni í glímu.

„Þetta var smá snúið. Við vildum tryggja að aðilar fengju sem flestar glímur en við vorum ekki með neina er­lenda fyrir­mynd. Þetta er til­raun og mikil handa­vinna að baki við að raða glímunum og sjá til þess að ein­staklingar mætist ekki oft. Þetta gengur mjög vel og við erum spenntir að sjá hvernig þetta fer fram. Það stefnir í 160 glímur á morgun, sem er ansi mikið, en við erum með fjóra velli til að keppa á,“ segir Pétur og heldur á­fram:

„Það er núna tíma­bil fram undan og ég held að þetta geti orðið lyfti­stöng fyrir í­þróttina að hafa þessa gul­rót, fleiri mót og keppnir. Maður finnur það á andanum hjá fé­lögunum.“