Enski boltinn

Richarlison fer vel af stað hjá Everton

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison skoraði bæði mörk Everton í 2-2-jafntefli liðsins gegn Wolves í fyrstu umferð í ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Molineaux í dag.

Richarlison skorar hér seinna mark Everton í leiknum. Fréttablaðið/Getty

Wolves og Everton gerðu 2-2-jafntefli í síðasta leik dagsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla, en leikurinn fór fram á Molineaux í dag. 

Richarlison sem gekk til liðs við Everton frá Watford í sumar skoraði bæði mörk Everton í leiknum.

Gestirnir léku einum leikmanni færri í rúman hálfleik eftir að Phil Jagielka var vísað af velli með rauðu spjaldi á 40. mínútu leiksins.

Portúgalski miðvallarleikmaðurinn Ruben Neves skoraði fyrra mark Wolves í leiknum og mexíkóski framherjinn Raúl Jiménez, sem er á láni hjá Úlfunum frá Benfica, tryggði nýliðunum stig. 

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton, en hann var tekinn af velli af taktískum ástæðum á 43. mínútu leiksins. Gylfi Þór skipti við Mason Holgate sem fór í hjarta varnarinnar eftir að Jagielka var vísað af velli.   

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Liverpool með fullt hús stiga

Enski boltinn

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Enski boltinn

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing

Nýjast

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Auglýsing