Fótbolti

Richarlison fer vel af stað hjá Everton

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison skoraði bæði mörk Everton í 2-2-jafntefli liðsins gegn Wolves í fyrstu umferð í ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Molineaux í dag.

Richarlison skorar hér seinna mark Everton í leiknum. Fréttablaðið/Getty

Wolves og Everton gerðu 2-2-jafntefli í síðasta leik dagsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla, en leikurinn fór fram á Molineaux í dag. 

Richarlison sem gekk til liðs við Everton frá Watford í sumar skoraði bæði mörk Everton í leiknum.

Gestirnir léku einum leikmanni færri í rúman hálfleik eftir að Phil Jagielka var vísað af velli með rauðu spjaldi á 40. mínútu leiksins.

Portúgalski miðvallarleikmaðurinn Ruben Neves skoraði fyrra mark Wolves í leiknum og mexíkóski framherjinn Raúl Jiménez, sem er á láni hjá Úlfunum frá Benfica, tryggði nýliðunum stig. 

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton, en hann var tekinn af velli af taktískum ástæðum á 43. mínútu leiksins. Gylfi Þór skipti við Mason Holgate sem fór í hjarta varnarinnar eftir að Jagielka var vísað af velli.   

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Veit vel hversu gott lið Ísland er með

Fótbolti

Birkir reynst Frökkum erfiður undanfarin ár

Fótbolti

Hef góða tilfinningu fyrir leiknum

Auglýsing

Nýjast

Fékk þau svör sem ég var að leitast eftir

Grindavík jafnaði metin | Njarðvík komið 2-0 yfir

Sigur á Selfossi kemur Haukum í lykilstöðu

Coman ekki með Frökkum gegn Íslandi

Jóhann Berg ekki með á morgun

Agla María framlengir við Blika til 2022

Auglýsing