Ástralski öku­maðurinn Daniel Ricciar­do mun snúa aftur til meistara­liðsins Red Bull Ra­cing, nú sem vara­öku­maður. Þetta stað­festir Helmut Marko, ráð­gjafi liðsins í sam­tali við Sky Sports í Þýska­landi.

Ricciar­do mun um helgina keppa sína síðustu keppni með McLaren og það leit allt út fyrir að hann myndi yfir­gefa For­múlu 1 að fullu. Nú mun hans hins vegar verða Red Bull Ra­cing til halds og traust sem þriðji öku­maður liðsins á eftir heims­meistaranum Max Ver­stappen og Sergio Perez og mun því taka þátt í ein­hverjum prófunum fyrir liðið á næsta tíma­bili.

Ástralinn þekkir vel til hjá Red Bull Ra­cing eftir að hafa ekið fyrir liðið á árunum 2014-2018. Áður ók hann fyrir dóttur­fé­lag liðsins, Toro Rosso en þá hefur Ricciar­do einnig ekikð fyrir Renault og McLaren á sínum For­múlu 1 ferli sem teygir sig til ársins 2011.

Ricciar­do á að baki 231 keppni í For­múlu og er því afar reynslu­mikill. Þá hefur hann unnið 8 keppnir á sínum ferli í móta­röðinni, síðasti sigur hans kom á Monza á síðasta tíma­bili og þá hefur Ricciar­do stigið 32 sinnum á verð­launa­pall.

Ricciardo kann vel við sig í Red Bull litunum
Fréttablaðið/GettyImages