HM 2018 í Rússlandi

„Reynum að setja Heimi í smá klípu með að velja liðið“

Emil Hallfreðsson er í klár í bátana fyrir leikinn gegn Argentínu á laugardaginn. Hann segir æfingar í Rússlandi hafa gengið vel.

Emil á æfingunni í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Emil Hallfreðsson er mættur á sitt annað stórmót með íslenska landsliðinu. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Argentínu á laugardaginn og segist vera klár í slaginn.

„Ég get ekki talað fyrir alla en ég er ég allavega 100% klár. Þetta er verkefni sem við höfum beðið lengi eftir og verður ótrúlega gaman að takast á við,“ sagði Emil.

Hann segir íslenska liðið hafa farið vel yfir leikina tvo sem það lék áður en það fór til Rússlands; gegn Noregi og Gana.

„Við höfum farið yfir það sem gekk ekki nógu vel og aðeins meira yfir það sem vel gekk. Ég tel að það sé langbest að skoða jákvæðu hlutina þegar stutt er í mót,“ sagði Emil.

Hafnfirðingurinn segir viðbúið að Argentína verði meira með boltann í leiknum eftir tvo daga.

„Þeir verða mun meira með boltann. Þeir eru oftast um 65% með boltann, sama hver mótherjinn er. Við ætlum að vera þéttir til baka og refsa þeim eins og við getum,“ sagði Emil.

Hann segir að byrjunarliðið sé vanalega tilkynnt kvöldið fyrir leik.

„Það kemur væntanlega í ljós á föstudagskvöldið. Það er oftast tilkynnt kvöldið fyrir leik þannig. Það kemur bara í ljós. Á meðan æfum við vel og reynum að setja Heimi í smá klípu með að velja liðið,“ sagði Emil og bætti því við að æfingar eftir komuna til Rússlands hafi gengið vel.

„Það eru frábærar aðstæður hérna og það hefur gengið vel að æfa. Ég held að allir séu að verða klárir,“ sagði Emil að endingu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

HM 2018 í Rússlandi

Aðstoðarþjálfari Nígeríu gripinn við mútuþægni

Auglýsing

Nýjast

HK aftur á sigurbraut í kvöld

Sigur á Þýskalandi kom Íslandi áfram

Hannes og fé­lagar úr leik í Meistara­deildinni

Ramos skaut á Klopp: Vantaði af­sökun fyrir tapinu

Mark Bale gegn Liverpool kemur ekki til greina sem mark ársins

Albert til AZ Alkmaar

Auglýsing