KKÍ er búið að tilkynna reynslumiklum dómara að krafta hans sé ekki óskað til frambúðar vegna brota á siðareglum með óviðeigandi skilaboðum til leikmanna á Íslandi.

Samkvæmt heimildum Vísis er maðurinn sem um ræðir Leifur S. Garðarson.

Í samtali við Vísi staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að umræddur dómari komi ekki til með að dæma aftur fyrir KKÍ en vill ekki gefa upp nafn dómarans.

Í frétt Vísis kemur fram að samkvæmt heimildum fréttastofunnar sé dómarinn sem um ræðir Leifur S. Garðarson, fyrrum knattspyrnuþjálfari sem er í dag skólastjóri í Áslandsskóla.

Leifur var um tíma þjálfari knattspyrnuliða á Íslandi en var einnig um tíma reglulega annar lýsenda á leikjum í Pepsi Max-deild karla á Stöð 2 Sport

DV greindi fyrst frá málinu í gærkvöld þar sem fram kom að dómari hefði haft samband við leikmann í deildinni og haft upp óviðeigandi athugasemdir.

Leikmaðurinn hafi kvartað og þegar leikmaðurinn hótaði að fara með málið í fjölmiðla hafi verið gripið til aðgerða.