Samanlögð þyngd og fituprósenta körfuboltakappans Zion Williamsson verður að vera undir 133 kílóum vilji hann fá bónus sem nemur rúmum 38 milljónum dollara og er falinn í ákvæði í nýjum samningi sem leikmaðurinn skrifaði undir við NBA lið New Orleans Pelicans á dögunum.

Saminingurinn hljóðar upp á fimm ár og samkvæmt blaðamanninum Christan Clark er samningurinn metinn á um 193 milljónir dollara en verðmatið myndi hækka upp í 231 milljón ef Zion tekst að halda sig undir þyngdarhámarkinu.

Til þess að fylgjast með þessu mun Zion fara reglulega í vigtun á vegum félagsins en samkvæmt heimasíðu New Orleans Pelicans er leikmaðurinn skráður 128 kíló.

Til mikils var ættlast af Zion þegar að hann tók skrefið í NBA-deildina en Clark segir leikmanninn hafa átt í erfiðleikum með að halda sér í formi.