Í samningi ÍR og Reykjavíkurborgar sem var samþykktur af borgarráði í gær kemur fram að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að greiða 147.596.173 krónur á ári í rekstrarframlag.

Enn fremur skuli greiðslurnar uppreiknast árlega í janúar, 50% vegna launavísitölu og 50% vegna neysluvísitölu.

Á dögunum var opnað nýtt frjálsíþróttahús í Breiðholti ásamt nýjum íþróttsal fyrir handbolta- og körfuboltalið félagsins.

Greiðslur þessar eiga að aðstoða ÍR við rekstur á íþróttahúsunum sem félagið hefur afnot af.