Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta Reykjavík CrossFit Championship sem fram átti að fara síðar í þessum mánuði vegna áhrifa sem orðið hafa vegna kórónaveirufaraldursins.

Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu mótsins þar sem segir að þær takmarkanir sem eru á ferðalögum á milli landa næstu vikurnar geri það að verkum að það sé ómögulegt að halda mótið með þeim hætti sem að var stefnt.

Mótið átti að að fara fram dagana 26. - 28. júní en í tilkynningunni segir enn fremur að þeir aðilar sem hafa keypt miða á viðburðinn geti snúið sér til Eventbrite eða Tix.is og fengið miðann endurgreiddan.

Þá segir að enginn bilbugur sé að skipuleggjendum mótsins sem stefni að því að halda mótið með pompi og prakt að ári liðnu.