Leikmaður á ReyCup, einu af stærstu knattspyrnumótum ársins, greindist smitaður af Covid-19 í gær og er lið þessa einstaklings og mótherjar þeirra komnir í sóttkví. Þá dró eitt félag sig úr keppni á síðustu stundu vegna smits aðstandanda. Í yfirlýsingu mótshaldara kemur fram að ákvörðun hafi verið tekin í samráði við almannavarnir um að halda áfram dagskrá. Skipulagi er varðar gistingu verður ekki breytt en skipuleggjendur munu bregðast við þeim takmörkunum sem verða settar í dag ef þær ná til mótsin