Hansi Flick, þjálfari þýska landsliðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi þýska landsliðsins fyrr í dag.

Reus er að glíma við smávægileg meiðsli sem ættu ekki að koma í veg fyrir þátttöku hans í næsta leik Dortmund en ákveðið var að taka enga áhættu.

Um leið tilkynnti Flick að Ridle Baku, leikmaður Wolfsburg, myndi ekki ferðast með þýska landsliðinu til Íslands.

Í þeirra stað koma Havertz og Robin Gosens sem voru fjarverandi í 6-0 sigri Þýskalands á Armeníu um helgina.