Fyrrum miðjusnillingurinn Xabi Alonso mætti í réttarsalinn í morgun til að svara fyrir ásakanir um skattaundaskot. Alonso er enn einn knattspyrnumaðurinn til að þurfa að svara fyrir svipaðar ásakanir en áður hafa þeir Ronaldo og Messi meðal annars verið dæmdir til sektargreiðslu.

Alonso á þó ekki aðeins sekt yfir höfði sér heldur einnig fangelsisdóm upp á fimm ár. Hann er ákærður fyrir stórfellt skattalagabrot sem áttu að eiga sér stað frá 2010 og 2012.

Alonso í sínu fínasta.

Hann hefur ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og ólíkt öðrum knattspyrnumönnum ákvað hann að fara fyrir rétt í stað þess að borga skattayfirvöldum sektina. Ráðgjafar hans eru einnig fyrir rétti.

Málið snýst um greiðslur af ímyndunarrétti Alonso. „Ég trúi því og treysti að ég hafi gert hlutina rétt og mun ekki fela mig frá einu né neinu. Ég hef ekki leynt neinu en ég verð að verja mig og treysta á réttlætið. Ég væri hræddur ef ég hefði eitthvað að fela en svo er ekki og þess vegna held ég ótrauður áfram ,“ sagði Alonso meðal annars við fréttamenn í morgun.